Samstarfsnet sérfræðinga

Starfsmennt býður sérfræðingum og fagfólki á sviði menntunar- og mannauðsmála aðgang að sameiginlegu þekkingar- og umræðusvæði á vefnum. Markmiðið er að byggja upp tengsl og þekkingu innan hópa og auðvelda þeim að halda til haga gögnum og umræðum á lokuðu svæði. Vefsvæðið getur einnig nýst til að þróa nýja þekkingu, setja upp verkefni eða fá ráðgjöf frá jafningjum.

Mannauðsstjórar sem starfa á sama vettvangi geta þannig stofnað hóp og valið sér hópstjóra sem miðlar gögnum og stýrir aðgangi inn á svæðið. Á svæðinu má nálgast allar upplýsingar um verklag, þróun og samstarf ásamt því að taka þátt í umræðum.

Samstarfsnet sérfræðinga og faghópa eru lokaðir hópar þar sem fyllsta öryggis er gætt varðandi meðferð gagna og upplýsinga. Hópstjóri stýrir starfinu og verkefnastjóri Starfsmenntar tryggir að allt gangi greiðlega fyrir sig og samráðsvettvangurinn dafni. 

Ertu með hóp í huga? Hafðu þá samband.