Einstaklingsþjónusta

Starfsmennt býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna þjónustu til að efla færni þeirra á vinnumarkaði. Hluti þjónustu Starfsmenntar er einnig opin öðrum gegn gjaldi.

Samtal við náms- og starfsráðgjafa er góð leið til að ræða stefnu í lífi og starfi og möguleika á námi og fræðslu til virkrar starfsþróunar. Allir geta nýtt sér slíka þjónustu, óháð aldri eða stöðu.

Raunfærnimat er af og til í boði hjá Starfsmennt en einnig söfnum við saman upplýsingum um raunfærnimat sem er í boði hjá öðrum fræðslu- og símenntunarstöðvum.