Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf miðar að því að efla vitund einstaklinga um hæfileika sína, viðhorf og áhuga svo þeir geti betur notið sín í lífi og starfi. Viðtal hjá náms- og starfsrágjafa er þjónusta á sviði símenntunar og starfsþróunar sem nýtist öllum óháð aldri og stöðu. 

Ráðgjafar Starfsmenntar veita fjölþætta þjónustu s.s. raunfærnimat, áhugasviðskönnun, námsráðgjöf og starfsþróunarráðgjöf.

Á vefnum Næsta skref finnurðu upplýsingar um nám og störf og getur tekið stutta könnun til að komast að því hvar áhugi þinn liggur.

Panta ráðgjöf

Vinsamlegast fylltu út nafnið þitt, netfang og símanúmer hér að neðan ásamt upplýsingum um hvenær það hentar þér best að við höfum samband við þig.

 

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.