Áhugasviðskönnun

Samspil áhuga og starfsumhverfis getur spilað lykilhlutverk þegar það kemur að ánægju fólks í vinnuni. Áhugakannanir eru fyrst og fremst notaðar til að kortleggja áhugasvið fólks og bæta þannig sjálfsþekkingu þess. Þær eru byggðar þannig upp að svara þarf spurningum um hversu vel eða illa fólki líkar við vissar athafnir tengdar störfum, námsgreinar og starfsgreinar. 

Náms- og starfsráðgjafar Starfsmenntar notast við áhugasviðskönnunina Bendill IV sem er hannaður fyrir fólk á vinnumarkaði og er lögð fyrir rafrænt. Könnunin sýnir hvar áhuginn liggur helst á áhugasviðunum handverks-, vísinda-, lista-, félags-, athafna- eða skipulagssviði. Þær niðurstöður eru svo bornar saman við 35 undirsvið starfsáhuga. 

Hægt er að taka áhugasviðskönnunina Bendill V á vefnum Næsta Skref. Niðurstöður þess endurspegla hvorki getu né færni og sýna aðeins störf sem virðast passa best við þín svör og því gott að skoða fleiri störf í sama flokki. Könnunin er aðeins hugsuð til umhugsunar, en áhugasviðskannanir hjá náms- og starfsráðgjöfum eru ítarlegri og hafa þann kost að hægt er að rýna niðurstöðurnar betur og greina áhugann því ítarlegar en ella.