Samtölin fara fram á opnunartíma skrifstofu Starfsmenntar, Skipholti 50b, í síma, eða með veffundabúnaði. Saman finnum við bestu leiðina til að vera í sambandi.

Panta þarf tíma í með því að fylla út formið hér að neðan, hringja í síma 550 0060 eða senda póst á smennt(hjá)smennt.is. 

Einnig er hægt að senda skilaboð á Facebooksíðunni Einstaklingsráðgjöf Fræðslusetrið Starfsmennt til að panta tíma.

Vilt þú....

... þróa hæfni þína í starfi?
... skoða möguleika á námi?
... setja þér markmið?
... styrkjast í að takast á við breytingar?

Skráðu þig í viðtal við náms- og starfsráðgjafa Starfsmenntar. Ráðgjöfin er fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga BSRB, þeim að kostnaðarlausu. Tími viðtals er skráður 27. maí 2021 en dagur og tími er að eigin vali í samráði við ráðgjafa. Haft verður samband við þig til að gefa þér viðtalstíma.
Hefst:
27. maí 2021
Kennari:
Guðrún H. Sederholm náms- og starfsráðgjafi
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Viðburður