Starfsmennt á í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífs um náms- og starfsráðgjöf fyrir markhóp framhaldsfræðslulaga. Allar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar landsins eiga í sams konar samstari og er þjónustan því einnig í boði þar.
Megináhersla er lögð á að ná til þeirra sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi, mæta þörfum hvers og eins, veita upplýsingar og hvetja til náms eða frekari starfsþróunar. Algeng verkefni ráðgjafa snúa að þjónustu og aðstoð vegna raunfærnimats, námsstyrkjum, gerð ferilskrár, áhugasviðum og markmiðssetningu, heimsóknum í fyrirtæki auk ráðgjafar vegna persónulegra málefna í tengslum við náms- eða starfsferil. Ráðgjöfin er markhópi framhaldsfræðslunnar að kostnaðarlausu.
Höfuðborgarsvæðið
Mímir-símenntun
Framvegis
IÐAN fræðslusetur (allar iðngreinar nema rafiðngreinar)
RAFMENNT (rafiðngreinar)
Suðurnes
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Vesturland
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi
Vestfirðir
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Norðurland vestra
Farskólinn
Norðurland eystra
SÍMEY
Þekkingarnet Þingeyinga
Austurland
Austurbrú
Suðurland
Fræðslunetið
Vestmannaeyjar
Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð