Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða fullorðnu fólki upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Kannaðu möguleikann á ráðgjöf á þínu svæði.

Ráðgjöfin er markhópi framhaldsfræðslunnar að kostnaðarlausu. Markhópur framhaldsfræðslu eru fullorðnir einstaklingar sem ekki hafa lokið prófi af 3.þrepi íslenska hæfnirammans (stúdentspróf, viðurkennt starfsnám, iðnnám).