Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður og í alls konar samhengi. Raunfærni er því samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, svo sem starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. 

Mat á raunfærni er ætlað fólki 23 ára og eldra með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu.

Áttu erindi í raunfærnimat? Fylltu út skimunarlista og kannaðu málið á Næsta skref.