Fræðslan er ætluð stjórnum og starfsfólki stéttarfélaga innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, og Alþýðusambands Íslands, ASÍ

Ef þú starfar hjá stéttarfélagi innan vébanda BSRB eða ASÍ, sinnir stjórnarstörfum eða tekur þátt í kjarasamningsgerð þá getur þú valið úr fjölda námskeiða sem henta þínum þörfum. Þú getur valið eitt námskeið eða öll og fengið allar upplýsingar hér fyrir neðan. Stéttarfélögin kosta þátttöku síns fólks.

Um Forystufræðslu
Heildarsamtökin hafa sameinast um fræðslu fyrir starfsfólk sitt og stjórnir aðildarfélaga með það fyrir augum að mæta breyttum tímum, nýjum áherslum og viðameiri verkefnum. 

Aðildarfélög BSRB og ASÍ gegna margþættu hlutverki við að bæta hag og verja hagsmuni félagsmanna og hyggjast með Forystufræðslunni miðla, ræða og þróa áfram þekkingu og aðferðir innan samtakanna og efla um leið fagmennsku og lýðræðisleg vinnubrögð.

Námskrá forystufræðslu 


Á námskeiðinu er skoðað hvernig ná má til lesenda með textum, greinum og færslum.Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Hefst:
01. október 2020
Kennari:
Björg Árnadóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Námskeið

Fjallað er um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og leiðbeint um, hvernig best er staðið að stjórnarstarfi. Einnig er fjallað um ábyrgð stjórnarmanna hvað varðar fjárreiður og mikilvægi að viðhalda góðum vinnubrögðum. Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Hefst:
03. nóvember 2020
Kennari:
Bjarni Frímann Karlsson og Guðmundur Hilmarsson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Námskeið

Vinnustofa með fyrirlestrum, hópverkefnum og umræðum. Fjallað um hagnýt ráð og aðferðir til að geta staðið fyrir framan hóp fólks og talað af öryggi. Tilvalið fyrir þá sem þurfa starfa sinna vegna að halda ræður eða kynningar. Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Hefst:
11. nóvember 2020
Kennari:
Sigríður Arnardóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Námskeið