Kennsluráðgjöf

Starfsmennt birtir hér ýmis konar stuðningsefni sem nýtist kennurum og leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu. Kennurum er frjálst að nota efnið að vild en eru beðnir að geta uppruna þar sem það birtist.

Símenntun og fullorðinsfræðsla
Hlutverk símenntunar og fullorðinsfræðslu er að efla hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi. Til þess að uppfylla þetta hlutverk þurfa kennararnir bæði að vera sérfræðingar í sínu efni og í því að miðla því. Starfsmennt vill styðja við þróun sérfræðinga og kennara í starfi með því að bjóða upp á hagnýtt efni sem ætlað er að gera þá að betri kennurum.

Fjallað verður um sérkenni fullorðinna námsmanna, markmið og hæfniviðmið, almenna kennslufræði, námsmat, stafræna miðlun, tæknimál og fleira sem tengist kennslu og gæti stutt við starf kennara. Fyrirspurnir og ábendingar má gjarnan senda okkur á smennt@smennt.is.

Nám og kennsla
Nám verður hjá einstaklingnum en kennsla ýtir undir og styður nám. Nám á að leiða til

  • aukinnar þekkingar og hæfni
  • breytingar á viðhorfi
  • breyttrar hegðunar, breyttra vinnubragða