Sjálfvirkni og gervigreind
Fjarnámskeið kennt í streymi miðvikudaginn 21. september milli kl. 09:00 og 11:00
Sjálfvirkni og gervigreind er í lífi okkar allra í dag, þó svo flestir geri sér ekki alltaf grein fyrir því.
Við munum ræða um sjálfvirkni og gervigreind og þau áhrif sem sú tækni hefur á líf okkar.
Við skoðum hvar þessi tækni er nú þegar til staðar og hvernig hún er notuð og spáum í hver þróunin verður.
Við skoðum dæmi um sjálfvirkni sem flestir eru að nota í dag og hvernig hún getur einfaldað okkur lífið.
Við munum leitast við að aflífa nokkra mýtur og taka í burt ótta við þessa tækni , ef hann er til staðar.
Markmið
Að geta nýtt sjálfvirkni til að einfalda og stytta verktíma
Að geta metið hvenær aðferðir sjálfvirkni geta nýst í starfi
Að geta gert sér grein fyrir áhrifum sjálfvirkni og gervigreindar á líf og störf
Að geta gert sér grein fyrir hvenær sjálfvirkni getur auðveldað störf og gert þau skilvirkari
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og verkefniHelstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 21. september kl. 09:00 - 11:00
- Lengd2 klst.
- UmsjónHermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
- StaðsetningVefnám
- TegundStreymi
- Verð11.000 kr.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt@smennt.is5500050
- MatÞátttaka
Gott að vita
Dagskrá
Dagsetning | Námsþáttur | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
21.09.2022 | Sjálfvirkni og gervigreind | 09:00 | 11:00 | Hermann Jónsson |