Öryggisvitund kl. 13:00 - 16:00

Námskeiðinu er ætlað að auka vitund varðandi öryggismál með það að leiðarljósi að námsmaður verði fær um að vinna á ábyrgan hátt að öryggismálum í upplýsingatækni og fylgja eftir viðteknum öryggisreglum. Fjallað verður um ógnir í upplýsingatækni, öryggismál stýrikerfa og þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma til að tryggja öryggi þeirra. Einnig verður lögð áhersla á netöryggi og á það m.a. við um öryggismál vafra, tölvupósta, öryggisstillingar beina (Router) og öryggismál nettengdra tækja.

Námið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði í samvinnu við Framvegis – Miðstöð símenntunar. 

Hæfniviðmið námsþáttar

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Helstu ógnum í upplýsingatækni og hver áhrif þeirra geta verið
 • Aðgerðum til að tryggja öryggi stýrikerfa
 • Virkni beina (Router) og helstu öryggisatriðum þeirra
 • Spilliforritum (Malware)
 • Fölskum vefsíðum (Phishing)
 • Fölskum tölvupóstum (Phishing)

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

 • Beita aðferðum til að tryggja öryggi stýrikerfa
 • Beita aðferðum til að tryggja öryggi beina
 • Verjast spilliforritum
 • Greina og bera kennsl á falska tölvupósta
 • Greina og bera kennsl á falskar vefsíður

Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Tryggja öryggi stýrikerfia til að fyrirbyggja að utanaðkomandi aðilar geti nálgast gögn og upplýsingar í tækjum og skýjalausnum
 • Tryggja öryggi þráðlausra neta og þar með hámarka öryggi tækja
 • Nýta aðferðir til að verjast spilliforritum og eyða þeim af tækjum
 • Bregðast við öryggisógnum sem berast með fölskum tölvupóstum á þann hátt að öryggis sé gætt og viðkvæmar upplýsingar varðar
 • Forðast falskar vefsíður á ábyrgan hátt til að koma í veg fyrir að viðkvæmar upplýsingar lendi í röngum höndum
 • Sýna skilning á að einstaklingurinn ber mikla ábyrgð á öryggi í upplýsingatækni

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Mánudagur 15. og miðvikudagur 17. nóvember kl. 13:00-16:00.
 • Lengd
  6 klst.
 • Umsjón
  Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
 • Staðsetning
  Í húsnæði Framvegis
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  33.000 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja efla vitund um öryggismál í upplýsingatækni og fylgja eftir viðteknum öryggisreglum
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
15.11.2021Öryggisvitund13:0016:00Hermann Jónsson
17.11.2021Öryggisvitund13:0016:00Sami kennari