Grænn lífsstíll – okkar framlag skiptir máli - Vefnám

Á námskeiðinu verður farið yfir einföld en mikilvæg skref í áttina að grænum lífsstíl. Sýnt verður fram á hvað við getum gert sem einstaklingar og hvert skref í rétta átt skiptir máli.

Hver eru réttu skrefin til að minnka vistspor okkar? Það eru margir þættir sem þarf að skoða og ekkert eitt rétt í sjálfbærni.

Emilía hefur tekið þátt í námskeiðum, og byggir efnið að hluta á þeim, hjá Leyla Acaroglu sem rekur Unschool þar sem farið er í heildræna nálgun í að leysa flókin vandamál og knúið fram sjálfbærar og félagslegar breytingar.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Einföld fyrstu skref við innkaup, endurvinnslu og skipulag.
• Hvaða lausnir eru til að takmarka umbúðir?
• Ferðamáti – almenningssamgöngur og einkabíllinn.
• Hvað getum við lagað og hvernig er hægt að lengja líftíma?
• Sjálfbærni og hringrásarhugsun.

Hæfniviðmið

Að fá hugmyndir um fyrstu skrefin að lægra vistspori.

Að fá aukinn skilning á umhverfisvænni lífsstíl.

Að tileinka þér aukna vitund um sinn lífsstíl.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 8. október kl. 19:30 - 22:00
  • Lengd
    2,5 klst.
  • Umsjón
    Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þetta námskeið nýtist öllum þeim sem vilja taka skref í átt að grænum lífsstíl en vita ekki hvar á að byrja.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
08.10.2020Grænn lífsstíll – okkar framlag skiptir máli Emilía Borgþórsdóttir