Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag réttindanámsins veitir Samgöngustofa.

Starfsmennt hefur gert samninga við tiltekna fræðsluaðila um að greiða þátttökugjöld fyrir félagsmenn í aðildarfélögum fræðslusetursins, Sveitamenntar og Ríkismenntar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Starfsmenntar.