Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki innan vinnustaðar og eru af ýmsum toga, forstöðumenn, mannauðsstjórar, starfsmannastjórar, verkstjórar, teymisstjórar, verkefnastjórar, skjalastjórar og fjármálastjórar. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og til að mæta þörfum stjórnenda bjóðum við upp á námskeið sem taka á ýmsum málum sem varða stjórnun og starfsmannahald.  

Launaskólinn - nám um kjara- og starfsmannamál hjá ríki og sveitarfélögum
Launaskólinn er námsleið fyrir þau sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá ríki og sveitarfélögum. Námsleiðin er unnin í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga í gegnum samstarfsvettvang Starfsmenntar með það að markmiði að tryggja réttan útreikning launa og efla hæfni í mannauðstengdum málum hjá hinu opinbera. Námsleiðin skiptist í 6 þemu, sem hvert og eitt samanstendur af nokkrum sjálfstæðum námskeiðum, sjá nánar í námskrá Launaskólans

  • Þema I - Opinber vinnumarkaður, ráðning, starfslok og starfsskyldur
  • Þema II - Vinnutími og afgreiðsla launa
  • Þema III - Fjarvera frá vinnu - launaðar og ólaunaðar fjarvistir
  • Þema IV - Mannauður og starfsþróun
  • Þema V - Meðferð persónuupplýsinga og skjalastjórnun
  • Þema VI - Hlutverk og hæfni launafulltrúans

Mannauðstengd málefni
Við leitumst við að fjalla um ýmis málefni sem tengjast stjórnun mannauðs hjá opinberum stofnunum, sjá nánar hér.

Almenn námskeið
Ýmis konar námskeið eru í boði sem fjalla m.a. um þjónustustjórnun, tímastjórnun og notkun ýmissa algengra forrita. Hverjum alla til að kynna sér framboðið en best er að vera á póstlista til að fá fréttir af nýjum námskeiðum beint í innboxið. Skoða úrvalið.

Markmið námskeiðs er að þátttakendur kunni skil á grunnatriðum varðandi launaútreikninga starfsmanna stofnana þar sem starfsemin liggur niðri hluta úr ári, t.d. í skólum og í æskulýðsstarfi og að þátttakendur viti hvaða gögn þurfa að liggja fyrir við ráðningu starfsmanna í grunn- og tónlistarskólum.
Hefst:
05. desember 2022
Kennari:
Bjarni Ómar Haraldsson
Verð:
22.000 kr.
Tegund:
Fjarnám

Reglurnar um rétt vegna veikinda og slysa eru teknar fyrir. Óvinnufærniskilyrðið er skoðað sérstaklega og farið yfir atriði eins og tilkynningarskyldu starfsmanns, læknisvottorð, rétt til launaðra fjarvista/veikindadaga, heimild til að vinna skert starf (hlutaveikindi) og skilyrði fyrir endurkomu í starf eftir lengri veikindi (starfshæfnisvottorð). Þá er fjallað um rétt til slysatryggingar vegna varanlegrar örorku og dánarbóta.
Hefst:
09. janúar 2023
Kennari:
Sara Lind Guðbergsdóttir
Verð:
27.500 kr.
Tegund:
Fjarnám

Markmið námskeiðsins eru að efla umræðu og þekkingu starfsfólks á einelti og kynferðislegu áreiti á vinnustað og að kenna leiðir til að takast á við einelti og áreitni á vinnustað og til hvaða úrræða má grípa.
Hefst:
16. janúar 2023
Kennari:
Sara Lind Guðbergsdóttir
Verð:
24.750 kr.
Tegund:
Fjarnám

Fjallað er um helstu þætti í aðferðafræði mannauðsstjórnunar, birtingarmynd starfsmannastefnu hins opinbera í kjarasamningum og lögum en einnig hvernig aðferðafræðin nýtist stjórnendum opinberra stofnana til að skapa gott andrúmsloft og heilsusamlegt starfsumhverfi.
Hefst:
18. janúar 2023
Kennari:
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Fjarnám

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti er varða meðferð persónugreinanlegra upplýsinga og hvernig slík meðferð birtist í daglegum störfum opinberra starfsmanna. Farið er inn á stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Hefst:
06. febrúar 2023
Kennari:
Sara Lind Guðbergsdóttir
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Fjarnám

Fjallað er um málakerfi og ýmsar tegundir skjala svo sem erindi á pappír og með tölvupósti, samninga og samkomulög, ljósmyndir, teikningar, bókhaldsgögn, eyðublöð og kynningarefni. Þá eru tekin fyrir tengsl skjalastjórnunar við stjórnun og miðlun þekkingar og gæða. Rætt verður um íslensk lög og reglugerðir sem varða málaflokkinn og greint frá alþjóðlegum staðli um skjalastjórn, ÍSÓ 15489.
Hefst:
13. febrúar 2023
Kennari:
Heiðar Lind Hansson
Verð:
16.500 kr.
Tegund:
Fjarnám

Grisjun skjala felur í sér að skjöl sem tilheyra tilteknu skjalasafni eru tekin úr safninu og þeim eytt eða fargað samkvæmt viðeigandi reglum að fenginni heimild til grisjunnar.
Hefst:
15. febrúar 2023
Kennari:
Árni Jóhannsson
Verð:
8.250 kr.
Tegund:
Fjarnám

Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi símenntunar fyrir þróun starfa, hvað greining á hæfnikröfum starfa þýðir og hvernig halda megi til haga hæfnislýsingum starfa og hvernig nota megi þau gögn til að leggja drög að starfsþróun og útbúa fræðsluáætlun fyrir stofnun, einingu, starfsmannahóp eða einstakan starfsmann. Þátttakendur þekki helstu starfsmenntunar- og fræðslusjóði sem styðja við fræðslu og símenntun opinberra starfsmanna.
Hefst:
06. mars 2023
Kennari:
Guðfinna Harðardóttir
Verð:
16.500 kr.
Tegund:
Fjarnám

Á námskeiðinu verður farið yfir ýmis konar útreikninga sem tengjast launavinnslu og falla undir ábyrgðarsvið launafulltrúa.
Hefst:
08. mars 2023
Kennari:
Guðrún Jónína Haraldsdóttir
Verð:
11.000 kr.
Tegund:
Fjarnám