Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki innan vinnustaðar og eru af ýmsum toga, forstöðumenn, mannauðsstjórar, starfsmannastjórar, verkstjórar, teymisstjórar, verkefnastjórar, skjalastjórar og fjármálastjórar. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og til að mæta þörfum stjórnenda bjóðum við upp á námskeið sem taka á ýmsum málum sem varða stjórnun og starfsmannahald.  

Launaskólinn - nám um kjara- og starfsmannamál hjá ríki og sveitarfélögum
Launaskólinn er námsleið fyrir þau sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá ríki og sveitarfélögum. Námsleiðin er unnin í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga í gegnum samstarfsvettvang Starfsmenntar með það að markmiði að tryggja réttan útreikning launa og efla hæfni í mannauðstengdum málum hjá hinu opinbera. Námsleiðin skiptist í 6 þemu, sem hvert og eitt samanstendur af nokkrum sjálfstæðum námskeiðum, sjá nánar í námskrá Launaskólans

  • Þema I - Opinber vinnumarkaður, ráðning, starfslok og starfsskyldur
  • Þema II - Vinnutími og afgreiðsla launa
  • Þema III - Fjarvera frá vinnu - launaðar og ólaunaðar fjarvistir
  • Þema IV - Mannauður og starfsþróun
  • Þema V - Meðferð persónuupplýsinga og skjalastjórnun
  • Þema VI - Hlutverk og hæfni launafulltrúans

Mannauðstengd málefni
Við leitumst við að fjalla um ýmis málefni sem tengjast stjórnun mannauðs hjá opinberum stofnunum, sjá nánar hér.

Almenn námskeið
Ýmis konar námskeið eru í boði sem fjalla m.a. um þjónustustjórnun, tímastjórnun og notkun ýmissa algengra forrita. Hverjum alla til að kynna sér framboðið en best er að vera á póstlista til að fá fréttir af nýjum námskeiðum beint í innboxið. Skoða úrvalið.

Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar.