Starfsmennt býður reglulega upp á námskeið og námsleiðir fyrir einstaklinga sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Þróttur miðar að því að efla starfsfólk íþróttamannvirkja, auka faglega þekkingu þess og mæta auknum kröfum sem gerðar eru til þessa hóps í starfi. Með aukinni fagþekkingu er vonast til að draga úr starfsmannaveltu, efla vinnubrag og starfsánægju og gefa starfsmönnum færi á að þróa starfshæfni sína og þjónustu enn frekar. Námið gefur einnig innsýn í vaxandi möguleika afþreyingariðnaðarins og mikilvægi frístunda.
Námsleiðin var þróuð í samstarfi við Kjöl, stéttarfélag í almannaþjónstu, Akureyrarbæ og starfsmannafélög bæjarstarfsmanna á landsvísu og var námskráin gefin út árið 2011.
Árið 2018 greindi SÍMEY á Akureyri hæfnikröfur starfs í íþróttahúsi og starfs sundlaugavarðar og vann upp úr þeirri hæfnigreiningu starfaprófíla fyrir hvort starf. Árið 2019 fékk SÍMEY styrk úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar til að vinna námskrár á grundvelli starfaprófílanna með það að marki að námið hljóti viðurkenningu Menntamálastofnun sem vottað nám framhaldsfræðslunnar. Niðurstöðu má vænta síðla árs 2020.
- Starf í íþróttahúsi - starfaprófíll
- Starf sundlaugavarðar - starfaprófíll
- Um vottað nám framhaldsfræðslunnar
Ef þig vantar frekari upplýsingar eða þú ert með ábendingar til okkar hvetjum við þig til að hafa samband.
Skoða öll námskeið | Skoða upplýsingatækninámskeið | Skoða þjónustunámskeið | Starfsþróunarráðgjöf