Fræðslusetrið Starfsmennt er í samstarfi við Fangelsismálastofnun um símenntun félagsmanna aðildarfélaga setursins. Námskeið sem varða starfsvettvanginn eru í boði en heildstæð námsleið hefur verið gerð þar sem tillit var tekið til starfsþróunar. Um er að ræða skylduáfanga sem ætlaðir eru öllum fangavörðum en stýrihópur námsleiðarinnar tekur afstöðu til hve mörg námskeið verða kennd yfir ákveðið tímabil. 

Á þessari síðu má sjá námskeið sem eru í boði fyrir starfsmenn í samvinnu við stofnunina hverju sinni. Ef ekkert er hér inni bendum við á almenn námskeið Starfsmenntar

Vanalega er búið að semja um greiðslur vegna þátttöku annarra starfsmanna en aðildarfélaga Starfsmenntar. Verð birtist á sumum námskeiðum en í skráningarferlinu breytist þetta hjá þeim sem eiga rétt á þátttöku sér að kostnaðarlausu.

Skrefin til að skrá sig á námskeið eru: 

  • Ýta á plúsinn
  • Fara í Upplýsingar og skráning 
  • Ýta á Skrá mig 
  • Setja inn kennitölu og velja innskráningu með lykilorði eða í gegnum Ísland.is
  • Staðfesta skráningu 

Markmiðið er að auka hæfni og bæta frammistöðu starfsmanna, auka sjálfsöryggi og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar.