Námskeiðin eru valin í samvinnu við Vinnueftirlitið í samræmi við verkefni og hlutverk stofnunarinnar. Námskeiðin eru aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Verð birtist á sumum námskeiðum en í skráningarferlinu breytist þetta hjá þeim sem eiga rétt á þátttöku sér að kostnaðarlausu.

Nokkur námskeið eru tvítekin til að gefa val um fleiri en einn upphafsdag. Námskeið eins og Stafræna hæfnihjólið er í raun án upphafsdags þrátt fyrir að dagsetning birtist á síðunni. Það námskeið má hefja strax í dag!

Skrefin til að skrá sig á námskeið eru: 

  • Ýta á plúsinn
  • Fara í Upplýsingar og skráning 
  • Ýta á Skrá mig 
  • Setja inn kennitölu og velja innskráningu með lykilorði eða í gegnum Ísland.is
  • Staðfesta skráningu 

Markmiðið er að auka hæfni, efla sjálfsöryggi og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Skráðu þig í viðtal við náms- og starfsráðgjafa Starfsmenntar. Ráðgjöfin er fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga BSRB, þeim að kostnaðarlausu. Tími viðtals er skráður 27. maí 2021 en dagur og tími er að eigin vali í samráði við ráðgjafa. Haft verður samband við þig til að gefa þér viðtalstíma.
Hefst:
27. maí 2021
Kennari:
Guðrún H. Sederholm náms- og starfsráðgjafi
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Viðburður

Námskeið fyrir alla sem vilja læra að nýta margþætta kosti Outlook til tíma- og verkefnastjórnunar. Áhersla er lögð á að fá yfirsýn yfir margskonar verkefni og samskipti við viðskiptavini og aðra tengiliði. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
28. maí 2021
Kennari:
Bjartmar Þór Hulduson
Verð:
39.000 kr.
Tegund:
Vefnámskeið

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem vilja efla almenna stafræna færni sína. Það er ætlað sem vitunarvakning og stuðningur til sjálfshjálpar í stafrænum heimi og er hannað í samræmi við þá hæfniþætti sem koma fram í sjálfsmatstækinu Stafræna hæfnihjólið. Námsefnið felur í sér 16 stutt kennslumyndbönd. Námskeiðið er án kostnaðar og opið öllum. Um leið og skráningu er lokið er námskeiðið opið og kennsluefnið er aðgengilegt á Mínum síðum.
Hefst:
31. maí 2021
Kennari:
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Vefnámskeið

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem vilja efla almenna stafræna færni sína. Það er ætlað sem vitunarvakning og stuðningur til sjálfshjálpar í stafrænum heimi og er hannað í samræmi við þá hæfniþætti sem koma fram í sjálfsmatstækinu Stafræna hæfnihjólið. Námsefnið felur í sér 16 stutt kennslumyndbönd. Námskeiðið er án kostnaðar og opið öllum. Um leið og skráningu er lokið er námskeiðið opið og kennsluefnið er aðgengilegt á Mínum síðum.
Hefst:
30. júní 2021
Kennari:
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Vefnámskeið