Námskeiðin eru valin í samvinnu við Vinnueftirlitið í samræmi við verkefni og hlutverk stofnunarinnar. Námskeiðin eru aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Verð birtist á sumum námskeiðum en í skráningarferlinu breytist þetta hjá þeim sem eiga rétt á þátttöku sér að kostnaðarlausu.

Nokkur námskeið eru tvítekin til að gefa val um fleiri en einn upphafsdag. Námskeið eins og Stafræna hæfnihjólið er í raun án upphafsdags þrátt fyrir að dagsetning birtist á síðunni. Það námskeið má hefja strax í dag!

Skrefin til að skrá sig á námskeið eru: 

  • Ýta á plúsinn
  • Fara í Upplýsingar og skráning 
  • Ýta á Skrá mig 
  • Setja inn kennitölu og velja innskráningu með lykilorði eða í gegnum Ísland.is
  • Staðfesta skráningu 

Markmiðið er að auka hæfni, efla sjálfsöryggi og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Námskeið fyrir alla sem vilja læra að nýta margþætta kosti Outlook til tíma- og verkefnastjórnunar. Áhersla er lögð á að fá yfirsýn yfir margskonar verkefni og samskipti við viðskiptavini og aðra tengiliði. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
28. maí 2022
Kennari:
Bjartmar Þór Hulduson
Verð:
39.500 kr.
Tegund:
Vefnámskeið