Námskeiðin eru valin í samvinnu við Vinnumálastofnun í samræmi við verkefni og hlutverk stofnunarinnar. Námskeiðin eru aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Verð birtist á sumum námskeiðum en í skráningarferlinu breytist þetta hjá þeim sem eiga rétt á þátttöku sér að kostnaðarlausu.

Nokkur námskeið eru tvítekin til að gefa val um fleiri en einn upphafsdag. Námskeið eins og Stafræna hæfnihjólið er í raun án upphafsdags þrátt fyrir að dagsetning birtist á síðunni. Það námskeið má hefja strax í dag!

Skrefin til að skrá sig á námskeið eru: 

  • Ýta á plúsinn
  • Fara í Upplýsingar og skráning 
  • Ýta á Skrá mig 
  • Setja inn kennitölu og velja innskráningu með lykilorði eða í gegnum Ísland.is
  • Staðfesta skráningu 

Markmiðið er að auka hæfni, efla sjálfsöryggi og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar.