Starfsþróun getur bæði falist í breytingum á starfi en einnig er um starfsþróun að ræða þegar starfsmaður færist á milli ólíkra starfa. Það er sama hvort er, starfsmaðurinn þarf að halda í við breytingar og þróun á vinnumarkaði og uppfæra hæfni sína í samræmi við það.

Starfsþróun á sér stað með þátttöku starfsmanna í markvissri símenntun og þjálfun en einnig með mati á raunverulegri færni og starfsreynslu. Starfsþróun spannar allan starfsferil fólks, allt frá upphafi til starfsloka. Starfsþróun er samstarfsverkefni starfsmanna og stjórnenda og svar við síbreytilegu umhverfi og auknum kröfum. Leitast er við að byggja upp þekkingu og hæfni starfsfólks til framtíðar með því að veita því tækifæri til menntunar og þjálfunar.

Náms- og starfsráðgjafi Starfsmenntar er tilbúinn til að setjast niður með einstaklingum og fara yfir tækifæri þeirra til starfsþróunar.