Ferli ráðgjafa að láni

Ráðgjafi að láni vinnur eftir skýru ferli sem er aðlagað hverju sinni að þörfum stofnunar. Ferli skiptist í fimm meginfasa og er fjallð um þá hér fyrir neðan. 

Hafðu samband til að heyra  meira!

Undirbúningur
Undirbúningur felst í að skilgreina markmið verkefnis, velja árangursmælikvarða ef við á og gera verk- og kostnaðaráætlun. Gerður er samningur þar sem áætluð afurð, verktími og kostnaður eru tilgreind.

Hönnun
Í hönnunarferlinu rýna ráðgjafar Starfsmenntar ýmis gögn t.d. ársskýrslur, starfslýsingar, niðurstöður starfsmannasamtala, flokkun starfa, hlutverk, markmið og stefnu stofnunar. Þessi gögn veita innsýn inn í starfsemi stofnunar. Á þessu stigi er einnig skipulagt hvernig greiningin fer fram m.a. við hverja verður rætt og hvernig. Aðferðin getur falið í sér rýnihópafundi með tilteknum hópum og/eða spurningakönnun.

Greining gagna og niðurstöður
Greiningarvinnan felur í sér ítarlega skoðun á niðurstöðum úr samtölum við stjórnendur og starfsmenn stofnunar og samantekt niðurstaðna m.a. með hliðsjón af hlutverki, markmiðum og stefnu stofnunar.

Niðurstöður eru settar fram í sem tillögur og hugmyndir að áherslum fyrir fræðslu- og starfsþróunaráætlun. Það er ávallt stofnunar að fullvinna áætlunina fyrir sitt starfsfólk.

Framkvæmd fræðslu
Framkvæmd fræðslu og þjálfunar fer fram í virku samstarfi við stofnun. Starfsmennt heldur utan um skráningar og samskipti við kennara en skipulag og val á kennara fer fram í virku samtali við tengilið(i) stofnunarinnar.

Á Mínum síðum á skráningarvef Starfsmenntar fær starfsfólk yfirlit yfir þau námskeið sem það sækir á vettvangi Starfsmenntar og stjórnendur eða skilgreindur tengiliður stofnunar fær takmarkaðan aðgang til að fylgjast með þátttöku starfsfólk í skilgreindu námi innan stofnunarinnar (stofnananámi).

Eftirfylgni
Áður en lagt er af stað er farið yfir með stofnun hvort vilji er til að setja tiltekna mælikvarða til að mæla árangur fræðslunnar. Starfsmennt aðstoðar stofnanir við að velja mælikvarðana áður en farið er af stað með fræðsluverkefni. 

Þá sinnir Starfsmennt tiltekinni eftirfylgni með því að hafa samband við stofnun og heyra hvernig gangi með framkvæmd fræðslu í kjölfar þarfagreiningar.