Ráðgjafi veitir ýmis konar aðstoð varðandi mannauðstengd málefni þó sér í lagi á sviði fræðslu og mannauðseflingar. Verkefni ráðgjafa geta til að mynd falist í að greina fræðsluþarfir starfsmanna eða starfsmannahópa, gera áætlun til að mæta fræðsluþörfum og veitir stuðning við að koma áætluninni í framkvæmd.
Með ráðgjafa að láni frá Starfsmennt færðu:
- Aðstoð frá aðila sem sérhæfir sig í þörfum opinberra stofnana og opinberra starfsmanna
- Greiningu á þörfum þinnar stofnunar, starfsmanna og/eða starfsmannahópa.
- Áætlun um fræðslu og þjálfun fyrir þína stofnun og þína starfsmenn.
- Aðstoð við að setja fræðsluáætlunina í gang og viðhalda fræðslunni skv. áætlun.
- Aðstoð við að meta árangurinn.