Starfsþróunaráætlun

Starfsþróunaráætlun stofnunar felur í sér yfirlit yfir fræðslu og þjálfun sem á að fara fram á vegum stofnunar á tilteknu tímabili. Þar eru einnig sett fram markmið um hverju starfsþróunin á að skila og til hvaða starfsfólks eða starfsmannahópa hún á að ná hverju sinni. 

Hafðu samband til að heyra  meira!

Stofnananám - skipulögð fræðsla
Starfsmennt aðstoðar stofnanir við að setja upp námskeið og skipuleggja fræðslu í samræmi við starfsþróunaráætlun. Það felur m.a. í sér að finna réttu leiðbeinendurna, útvega hentugt húsnæði og halda utan um skráningar og þátttöku starfsfólksins. 

Hér sérðu hvað aðrar stofnanir eru að gera í fræðslumálum. 

Um kostnaðarþátttöku sjóða í fræðslu fyrir starfsfólk er fjallað á síðunni Aðildarfélög.

Sýnum vöxt í starfi!
Hæfniuppbygging er á ábyrgð starfsmanna og stjórnenda og vinnur Starfsmennt náið með báðum aðilum til að styðja við markvissa og stefnumiðaða starfsþróun. Með þjónustu sinni vill Starfsmennt stuðla að markvissri starfsþróun opinberra starfsmanna og auka hæfni þeirra til að takast á við fjölbreytt verkefni, breytingar í starfsumhverfi og aukna ábyrgð í starfi. Þátttaka í fræðslu og þjálfun veitir starfsfólki tækifæri til að styrkja starfshæfni sína og með auknu sjálfstrausti eykst vellíðan í starfi og þar með starfsánægja.