Þarfagreining

Greining á fræðsluþörfum felur í sér að kortleggja hvaða fræðslu og þjálfun starfsmenn þurfa á að halda út frá störfum og verkefnum stofnunar. Niðurstöður þarfagreiningar fræðslu nýtast við að setja upp fræðsluáætlun, ákveða árangurs-mælikvarða og koma þannig upp markvissu skipulagi á símenntunarmál stofnunar. 

Hafðu samband til að heyra  meira!

Fræðsla endurspegli hæfnikröfur starfa
Til að tengja þarfagreiningu fræðslu sem best við hæfnikröfur starfa er mælt með því að greina þær kröfur fyrst. Með slíkri greiningu er verið að kortleggja þá hæfni sem starfsfólk þarf til að sinna verkefnum sínum og ná árangri í starfi. 

Hvernig nýtast hæfnigreiningar starfa?
Hæfnigreiningar starfa nýtast stofnunum með margvíslegum hætti, svo sem við gerð starfslýsinga, í starfsmannavali, við gerð starfsþróunaráætlana einstaklinga og í frammistöðumati. 

Hæfnigreiningar má auk þess nýta við skilgreiningu og kortlagningu fræðsluþarfa og val á starfstengdum námsleiðum.