Undirbúningur felst í að skilgreina markmið verkefnis, velja árangursmælikvarða og gera verk- og kostnaðaráætlun. Við upphaf verkefnis er farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Hvert er markmið verkefnisins og hverju á það að skila stofnuninni og starfsmönnum hennar?
  • Hver er tímaramminn?
  • Hvernig skiptist fjármögnunin eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna?
  • Hver er tengiliður verkefnisins?
  • Hvernig verður eftirfylgni háttað?

Gerður er samningur um hvert verkefni fyrir sig þar sem áætluð afurð, verktími og kostnaður eru tilgreind.

Hafðu samband til að heyra  meira!