Í gáttinni er að finna námskeið sem eru skipulögð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Þau námskeið sem merkt eru "Reykjavík" eru einungis ætluð starfsmönnum borgarinnar og standa öllu starfsfólki hennar sem boðað hefur verið á þau til boða án kostnaðar. Önnur námskeið eru aðeins aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Verð birtist við skráningu á sum námskeið en í ferlinu breytist þetta hjá þeim sem eiga rétt á kostnaðarlausri þátttöku.

5 skref að skráningu:

  • Ýta á plúsinn
  • Fara í Upplýsingar og skráning
  • Ýta á Skrá mig
  • Setja inn kennitölu og velja innskráningu með lykilorði eða í gegnum Ísland.is
  • Staðfesta skráningu

Markmið gáttarinnar er að auðvelda aðgengi að fræðslu, auka hæfni, bæta frammistöðu starfsfólks, auka sjálfsöryggi þess og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Athugið að hér birtist ekki allt námsframboð Starfsmenntar heldur aðeins valin námskeið.


Skoða öll námskeið     |     Skoða upplýsingatækninámskeið     |     Skoða þjónustunámskeið


Námskeið sem fjallar um hvernig leiðtogar verða til, mismunandi leiðtogastíla og hvernig mismunandi aðferðafræði endurspeglast í leiðtogastíl. Námskeiðið er aðeins fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
30. september 2022
Kennari:
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Fjarnám

Viltu ná forskoti í samskiptafærni? Viltu auka árangur þinn og öryggi þegar kemur að samskiptum, jafnvel við krefjandi aðstæður? Hér er um stutt en hnitmiðað námskeið að ræða þar sem tekin verða fyrir þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum. Skráningu lýkur 20. sept. kl. 10:00. Námskeiðið er aðeins fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
05. október 2022
Kennari:
Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar.
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Blindir og sjónskertir viðskiptavinir; gagnleg ráð fyrir starfsfólk. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar. Upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum í eina viku eftir að námskeiði lýkur.
Hefst:
06. október 2022
Kennari:
Estella Björnsson og Vala Jóna Garðarsdóttir
Verð:
11.000 kr.
Tegund:
Streymi

Á námskeiðinu er fjallað um ýmis atriði sem gott er að hafa í huga þegar tekið er á móti erlendum gestum. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
12. október 2022
Kennari:
Margrét Reynisdóttir
Verð:
18.500 kr.
Tegund:
Fjarnám

Þetta námskeið fjallar fyrst og fremst um hvernig þú getur nýtt þér Planner við skipulag og verkefnastjórnun og tengingu Planner við Teams. Skráningu lýkur 11. okt. kl.10:00. Námskeiðið er aðeins fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
27. október 2022
Kennari:
Atli Þór Kristbergsson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Námskeiðið er úr smiðju Dr. Brené Brown og ætlað fólki sem sækist eftir að styrkja sig í lífi og starfi. Skráningu lýkur 21. okt. kl.10:00. Námskeiðið er aðeins fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
07. nóvember 2022
Kennari:
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á þessu námskeiði er farið yfir bæði OneDrive og Teams frá Microsoft en þau forrit vinna náið saman. Með Teams fáum við tækifæri til að nýta okkur þessa lausn til samskipta og sækjum gögn t.d. frá OneDrive. Skráningu lýkur 8. nóvember kl.10:00. Námskeiðið er aðeins fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
23. nóvember 2022
Kennari:
Atli Þór Kristbergsson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Grunnurinn í Excel fyrir þau sem vilja kynnast forritinu og nýta það á markvissan hátt. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
18. desember 2022
Kennari:
Bjartmar Þór Hulduson
Verð:
39.500 kr.
Tegund:
Fjarnám