Kórónaveirufaraldurinn henti mörgum út í djúpu laugina hvað fjarvinnu og fjarfundi varðar og ljóst að þetta fyrirkomulag er komið til að vera a.m.k. á móti staðbundinni vinnu og fundum.

Við hjá Starfsmennt höfum tekið saman nokkur atriði sem gott er að hafa í huga í þessu stutta myndbandi Betri fjarfundir, fyrir þau sem skipuleggja slíka fundi sem og þau sem taka þátt í fjarfundi. 

  1. Skrá sig inn tímanlega
  2. Fylgja fundardagskrá
  3. Slökkva á hljóðnema milli þess sem talað er
  4. Kynning
  5. Tala hátt og skýrt
  6. Virkja alla á fundinum
  7. Samantekt í lokin
  8. Kveðja