Starfsþróun felst í því að endurnýja, viðhalda og þróa þekkingu sína og færni. Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á því að skilja og meta umhverfi okkar, vera meðvituð um eigin áhugasvið, styrkleika og takmarkanir og setja okkur raunhæf markmið til framtíðar.

Allt sem starfsmaður gerir til að viðhalda færni sinni og endurnýja þekkingu telst vera starfsþróun. Það er því hægt að sinna henni á eigin vegum m.a. með lestri og rannsóknum, í samvinnu við annað starfsfólk, til dæmis í þróunarverkefnum og með því að sækja námskeið eða aðra formlega fræðslu.

Það er okkar ábyrgð að fylgja eftir stöðugum breytingum, kröfum og tíðaranda hverju sinni til að ná fram þroska í starfi og efla þekkingu, viðhorf og færni til að takast á við síbreytileika tilverunnar.