Ráðgjafi að láni

Starfsmennt veitir stofnunum þjónustu á sviði mannauðseflingar- og starfsþróunarmála. Eitt af þeim úrræðum sem boðið er upp á er Ráðgjafi  láni sem felst í að lána stofnunum ráðgjafa í tímabundna og afmarkaða vinnu. 

Ráðgjafi að láni er hagkvæm lausn þar sem hlutverk ráðgjafans er skilgreint í hverju tilfelli fyrir sig með þarfir stofnunar og starfsmanna í huga. Ekki hika við að hafa samband til að kanna hvernig við getum stutt við eflingu mannauðs á þinni stofnun.

Afurðir ráðgjafavinnu geta verið:

  • Skýr mynd af hæfnikröfum starfa
  • Skýr mynd af fræðsluþörfum starfsmanna og stofnunar
  • Fræðsluáætlun til eins til tveggja ára