Stofnananám

Starfsmennt veitir stofnunum stuðning við að setja upp ýmis konar fræðslu og þjálfun til að efla hæfni starfsmanna. 

Mikilvægt er að fræðsla og nám svari raunverulegri þörf og séu í samræmi við hæfnigreiningar, starfsmarkmið og stefnu stofnana. 

Stofnananám er í senn einstaklingsmiðað og sameiginlegt öllum starfsmönnum tiltekinnar stofnunar. Það rímar við starfsmarkmið stofnunar og starfsþróunaráætlun starfsmanns.