Stofnananám

Starfsmennt veitir stofnunum stuðning við að greina fræðsluþarfir og setja upp ýmis konar fræðslu og þjálfun til að efla hæfni starfsmanna. 

Stofnananám er í senn einstaklingsmiðað og sameiginlegt öllum starfsmönnum tiltekinnar stofnunar. Það rímar við starfsmarkmið stofnunar og starfsþróunaráætlun starfsmanns.  

Stefnumiðuð starfsþróun og starfstengd fræðsla 
Opinberar stofnanir eru þekkingarvinnustaðir þar sem mannauður hverrar stofnunar er dýrmætasta auðlind hennar. Stefnumiðuð starfsþróun þýðir að allar aðgerðir, sem settar eru í gang hjá stofnuninni og miða að því að auka þekkingu, getu, færni og áhuga starfsmanns, byggja á hlutverki stofnunar, markmiði, sýn og stefnu. Mikilvægt er að fræðsla og nám svari raunverulegri þörf og séu í samræmi við hæfnigreiningar, starfsmarkmið og stefnu stofnana. Starfsmennt hefur áralanga reynslu af því að vinna slíkt greiningarstarf og hanna starfstengdar námsleiðir með stofnunum. Greining á fræðsluþörfum felur í sér að kortleggja hvaða fræðslu og þjálfun starfsmenn þurfa á að halda út frá störfum og verkefnum stofnunar. Niðurstöður þarfagreiningar fræðslu nýtast við að setja upp fræðsluáætlun, ákveða árangursmælikvarða og koma þannig upp markvissu skipulagi á símenntunarmál stofnunar.

Ávinningur stofnunar af markvissu fræðslustarfi

  • Aukin gæði
  • Betri þjónusta
  • Aukin starfsánægja
  • Minni starfsmannavelta
  • Minni fjarvistir