Starfsmennt veitir stofnunum stuðning við að setja upp ýmis konar fræðslu og þjálfun til að efla hæfni starfsmanna. 

Fyrirlestrar og stutt námskeið eða vinnustofur geta nýst á starfsdögum, til að efla starfsandann eða takast á við málefni sem eru efst á baugi hverju sinni. 

Hér eru dæmi um efni fyrirlestra og stuttra námskeiða og við aðlögum lengd og áherslur að þörfum stofnunar og markhóps hverju sinni. Athugið að þetta er ekki tæmandi listi svo hafðu samband til að heyra meira. 

Fyrirlestra og námskeið er hægt að halda hjá stofnuninni sjálfri eða í kennslustofu Starfsmenntar í Skipholti 50b, Reykjavík. 

Heyrðu endilega í okkur!

Góð samskipti á vinnustað geta stuðlað að auknum árangri og meiri vellíðan starfsfólks. Á námskeiðinu er farið yfir ýmis atriði er varða líðan og samskipti á vinnustað. Unnið er út frá eigin viðhorfum, sjálfstrausti og gildum. Einnig er fjallað um vinnustaðamenningu, erfið samskipti, boðleiðir, hvatningu, hrós, ágreining og gagnrýni.

Markmið:

Þátttakendur munu að námskeiðinu loknu:

 • geta áttað sig á eigin ábyrgð á líðan á vinnustaðnum
 • hafa lært aðferðir til að efla jákvæð samskipti á vinnustaðnum
 • geta tekist á við ágreining með ýmsum aðferðum
 • hafa lært aðferðir til að setja fram gagnrýni á uppbyggilegan hátt og taka við henni
 • hafa lært aðferðir til að efla samvinnu, m.a. í teymum, draga mörk og miðla verkefnum

Fyrirkomulag:

Fyrirlestur og umræður.

Lengd:

3 klst

Kennari:

Vinsamlegast athugið!
Lýsingin hér að ofan er einungis til viðmiðunar, nánara fyrirkomulag og val á kennara er samkomulagsatriði.

Eitt af því sem einkennir árangursríkar stofnanir er hæfileiki starfsfólksins til að greina og leysa verkefni með fjölbreyttri og skapandi nálgun en fjórða iðnbyltingin kallar á þá hæfni í síauknum mæli. Sköpunargleði og gagnrýn hugsun nýtist einnig í daglegu lífi við úrlausn ýmissa verkefna og ákvarðanatöku.

Í námskeiðinu verður farið í hvað felst í skapandi og gagnrýnni hugsun og hvernig þetta tvennt styður við lausn hinna ýmsu verkefna, getur auðveldað starfið og gert það skemmtilegra. Framkvæmdar verða fjölbreyttar æfingar sem þjálfa upp skapandi og gagnrýna hugsun. Kynntar verða aðferðir og verkfæri sem nýtast við lausn verkefna.

Markmið:

Þátttakendur munu að námskeiðinu loknu:

 • skilja hvað átt er við þegar talað er um skapandi og gagnrýna hugsun
 • geta tekið þátt í lausn verkefna sem krefjast skapandi og gagnrýnnar hugsunar
 • þekkja aðferðir og leiðir sem efla skapandi og gagnrýna hugsun
 • skilja hvernig hægt er að sameina aðferðir skapandi og gagnrýnnar hugsunar við lausnaleit
 • geta valið og beitt skapandi aðferðum við lausn verkefna

Fyrirkomulag:

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Lengd:

3 klst

Kennari:

 • Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi og stjórnenda markþjálfi

Vinsamlegast athugið!
Lýsingin hér að ofan er einungis til viðmiðunar, nánara fyrirkomulag og val á kennara er samkomulagsatriði.

Margir kannast við það að finnast þeir aldrei ná að ljúka verkefnunum sínum, að tíminn sé of knappur, að verkefnin séu of mörg eða stöðugar truflanir komi í veg fyrir að árangur náist. Þetta getur valdið álagi og þreytu hjá þeim ásamt togstreitu í samskiptum á vinnustaðnum. Á námskeiðinu er þátttakendum hjálpað að ná ákveðinni heildarsýn yfir vinnudaginn og vinnusvæðið sitt. Farið verður í hvað tíminn, í vinnunni eða heima, raunverulega fer og hvernig hægt er að forgangsraða verkefnum. Einnig verður skoðað hvernig hægt er að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin og jafnframt að takast á við ýmsar truflanir, s.s. tölvupósta og símtöl sem óhjákvæmilega setja oft mikið mark á vinnudaginn.

Í námskeiðinu verður m.a. farið í hvað felst í tímaþjófnaði, frestun, skipulagningu og áætlanagerð, fundum og fundarstjórn, að segja nei, jákvæðu hugarfari og sjálfstjórn.

Markmið:

Þátttakendur munu að námskeiðinu loknu:

 • geta náð betri stjórn á vinnudeginum og eigin líðan í vinnunni
 • geta greint núverandi nýtingu á eigin tíma
 • geta forgangsraðað verkefnum út frá mikilvægi
 • geta sett markmið og unnið skipulag og áætlanir úr frá þeim
 • geta borið kennsl á ýmsar truflanir og tímaþjófa og beitt aðferðum til að draga úr áhrifum þeirra

Fyrirkomulag:

Fyrilestur og umræður

Lengd:

3 klst

Kennari:

Vinsamlegast athugið!
Lýsingin hér að ofan er einungis til viðmiðunar, nánara fyrirkomulag og val á kennara er samkomulagsatriði.

Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og skiptir miklu máli að geta tekist á við breytingar af festu og öryggi án þess að það valdi röskun á líðan og lífi. Námskeiðið er ætlað þeim sem standa frammi fyrir breytingum, eru í breytingaferli eða eru að takast á við eftirmála breytinga. Unnið er með þætti eins og viðhorf, eigin túlkun og skýringastíl á breytingum. Tækifæri geta falist í breytingum og getur jákvætt viðmót gagnvart þeim falið í sér nýja spennandi möguleika.

Markmið:

 • Að auka þekkingu á eðli breytinga.
 • Að auka innsýn í viðbrögð fólks við breytingum.
 • Að auka þekkingu á hindrunum við innleiðingu breytinga.
 • Að auka persónulega hæfni í að takast á við breytingar.

Fyrirkomulag:

Fyrirlestur og umræður.

Lengd:

3 klst

Kennari:

Vinsamlegast athugið!
Lýsingin hér að ofan er einungis til viðmiðunar, nánara fyrirkomulag og val á kennara er samkomulagsatriði.

Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu. Hugtakið þrautseigja er notað til að skilgreina þá hæfni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu. Þrautseigja einkennist af styrk, staðfestu og úthaldi til að takast á við áskoranir og krefjandi breytinga Fjallað verður um hvernig við túlkum og bregðumst við því sem hendir okkur og hvernig þjálfa má og efla þrautseigju með því að hafa áhrif á þessa þætti.

Markmið:

 • Að skilja hvað átt er við þegar talað er um þrautseigju og hvað hugtakið felur í sér.
 • Að þekkja aðferðir og leiðir til að efla þrautseigju.
 • Að getað beitt þeim verkfærum sem þeir fá í hendur á námskeiðinu til að efla þrautseigju.

Fyrirkomulag:

Fyrirlestur og umræður.

Lengd:

3 klst.

Kennari:

Sigríður Hulda Jónsdóttir frá shj ráðgjöf

Vinsamlegast athugið!
Lýsingin hér að ofan er einungis til viðmiðunar, nánara fyrirkomulag og val á kennara er samkomulagsatriði.

Fjallað er um líkamsbeitingu, mataræði, hreyfingu, svefn, streitu og geðheilbrigði. Sérstaklega er farið í líkamsbeitingu við mismunandi starfsaðstæður með það að markmiði að fyrirbyggja heilsuskaða en líkamleg álagsmein eru meðal algengustu orsaka þess að fólk er frá vinnu í lengri eða skemmri tíma. Farið er í áhrif lífshátta á heilbrigði og hvernig fyrirbyggja má heilsuskaða.

Markmið:

Að þátttakendur

 • þekki hina ýmsu þætti í vinnuumhverfi sínu sem hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan og skilji helstu áhættuþætti fyrir álagseinkennum við vinnu.
 • þekki leiðir til að draga úr líkamlegu og andlegu álagi við vinnu.
 • fái æfingu í réttri líkamsbeitingu, vinnustöðum og vinnutækni við mismunandi aðstæður.
 • öðlist þekkingu á mikilvægi heilbrigðs lífernis sem fyrirbyggjandi þáttar í daglegu lífi fólks.

Fyrirkomulag:

Fyrirlestur, virk þátttaka í umræðum og verklegum æfingum.

Lengd:

2-3 klst.

Kennari:

 • Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari MSc og íþróttakennari
 • Guðný Jónsdóttir, sjúkraþjálfari MSc, sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun og stöðustjórnun

Vinsamlegast athugið!
Lýsingin hér að ofan er einungis til viðmiðunar, nánara fyrirkomulag og val á kennara er samkomulagsatriði.