Starfsmennt veitir stofnunum stuðning við að setja upp ýmis konar fræðslu og þjálfun til að efla hæfni starfsmanna. 

Heildstæð námsleið stofnunar ýtir undir markvissa þróun hæfni í starfi, sem er öll sú þekking, færni, viðhorf og önnur persónueinkenni  sem starfsfólk býr yfir og nýtist til góðrar frammistöðu.

Áður en hafist er handa er mikilvægt að greina vel þarfir stofnunar, skilgreina hvaða árangri stefnt er að og setja upp tímasettta áætlun um fræðslu. Starfsmennt aðstoðar stofnanir við að setja saman fræðsluáætlun, veitir ráðgjöf um hentugar leiðir til fræðslu, hvaða leiðbeinendur og kennarar eru sérfræðingar og eins heldur Starfsmennt utan um skráningar starfsmanna í fræðsluna.  

Sjá dæmi um stofnananám.