Starfsmennt 20 ára

Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 og fagnar því 20 ára afmæli á árinu. Að því tilefni verður boðið upp á nokkra veffyrirlestra sem eru opnir öllum. Efni fyrirlestrana varðar stafræna hæfni frá ýmsum sjónarhornum. 

Gríptu tækifærið og skráðu þig strax í dag! Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk á fyrirlestrana þegar nær dregur. 

Ekki örvænta þótt þú hafir misst af einhverjum fyrirlestrinum, því í byrjun desember verður hægt að skrá sig og nálgast þannig upptökur af þeim öllum. Ef þú getur ekki beðið, hafðu þá samband við okkur á smennt(hjá)smennt.is

Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis? - 6.október
Elfa Ýr Gylfadóttir fjölmiðlafræðingur og framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar fer yfir áhrif upplýsingaóreiðu og áskoranir tengdar dreifingu á röngum og misvísandi upplýsingum. 

Upplýsingalæsi í daglegu lífi - 20 október
Viltu verða betri í að finna það sem þú leitar að á netinu? Irma Hrönn Martinsdóttir upplýsingarfræðingur við HR og formaður Vinnuhóps íslenskra háskólabókasafna um upplýsingalæsi gefur hagnýt ráð til að efla upplýsingalæsi.
Skráning

Menningarnæmi - vertu betri í að skilja ólíka menningarheima og lifa í samfélagi margbreytileikans - 3.nóvember
Í fyrirlestrinum fjallar Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs um hugtök og aðferðir tengdar menningarnæmi. Nichole er frá Bandaríkjunum og hefur búið á Íslandi meira en 20 ár. Hún fléttar inn í fyrirlesturinn eigin reynslu af því að vera innflytjandi á Íslandi.
Skráning

Persónuvernd í stafrænu samfélagi - 11.nóvember
Helga Grethe Kjartansdóttir starfar sem persónuverndarfulltrúi og lögfræðingur hjá Símanum og fer í þessum fyrirlestri m.a. yfir það hvaða stafrænu fótspor við skiljum eftir og hvernig við sjálf getum tryggt rétta meðferð upplýsinga um okkur sjálf í stafrænum heimi.
Skráning

Ógnir internetsins - láttu ekki hakka þig! - 24.nóvember
Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir frá því hvernig hakkarar vinna og gefur ráð um hvernig við getum verið á varðbergi og aukið stafrænt öryggi okkar.
Skráning