Starfsmennt logo

Endumenntun atvinnubílstjóra

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Endumenntun atvinnubílstjóra

Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti.

Þeir bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að klára endurmenntun fyrir 10. september 2018. Hinir og reyndar allir sem endurnýja ökuskírteinið sitt með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa klárað endurmenntun.

Nánari upplýsingar um námið má finna á vef Samgöngustofu.

Starfsmennt hefur gert samning við stofnanir sem bjóða upp á námið um að greiða fyrir sína aðildarfélaga, nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Starfsmenntar í síma 550 0060 eða með því að senda póst á smennt@smennt.is.

Námið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar að kostnaðarlausu.