Starfsmennt logo

Fagnám í umönnun fatlaðra

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Fagnám í umönnun fatlaðra

Fagnám í umönnun fatlaðra lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 12 námsþætti.

Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu. 

Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda. Breyttar áherslur í starfi kalla á aukna fagmennsku og markvissa starfsþróun þannig að starfsfólk geti veitt framsækna og metnaðarfulla þjónustu.

Námið var upphaflega þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt árið 2002 (Starfsnám stuðningsfulltrúa, grunnur og framhald) í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila en það hefur tekið nokkrum breytingum í samræmi við breyttar kröfur og nýjungar í þjónustunni.

Námið spannar 324 klukkustundir. Mögulegt er að meta námið til 16 eininga á framhaldsskólastigi en námið er vottað af Menntamálastofnun.


Námskrá - Fagnám í umönnun fatlaðra.


Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar!