Starfsmennt logo

Félagsliðar, brú og viðbótarnám

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Félagsliðar - Nám í Borgarholtsskóla

Dreifnám

Félagsliðar - brúarnám

Nám fyrir félagsliða veitir undirstöðuþekkingu til að efla lífsgæði einstaklinga sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Starfsvettvangur félagsliða spannar vítt svið félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða fyrir þá sem vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða hvers kona áfalla, þurfa á sérstökum stuðninga að halda. 

Borgarholtsskóli býður upp á námsbrú fyrir verðandi félagsliða og greiðir Starfsmennt námið fyrir aðildarfélaga sína. Brúin felur í sér mat á námi félagsliðabrautar á grundvelli eftirfarandi skilyrða: 

  • Að nemandi hafi náð 22 ára aldri.
  • Að nemandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu og starfi enn við heimaþjónustu eða umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra*.
  • Að nemandi hafi lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila (t.d. starfsnámi stuðningsfulltrúa, grunn- og framhaldsnámskeiði)*.

*Brúarnám miðast við 3ja ára starfsreynslu og ca. 200-240 klukkustunda starfstengd námskeið. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni. Þeir sem ekki hafa 3 ára starfsreynslu þurfa að fara í starfsnám og þeir sem ekki hafa námskeið þurfa að taka fleiri einingar til að útskrifast af brúnni.

Skipulag/áfangalýsingar

Fræðslusetrið Starfsmennt greiðir innritunar- og einingagjöld fyrir aðildarfélaga sína og aðildarfélaga Sveitamenntar og Ríkismenntar.  

Nánari upplýsingar um námið veitir Þórkatla Þórisdóttir kennslustjóri þjónustubrauta í síma 856-1718 eða í gegnum netfangið thorkatla(at)bhs.is.

Félagsliðar - viðbótarnám

Viðbótarnám félagsliða dýpkar sérstæka þekkingu félagsliða, eflir fagmennsku og eykur hæfni til sjálfstæði í störfum. Áhersla er lögð á þjónustu á geð-, fötlunar- og öldrunarsviði. Námið er góður undirbúningur fyrir háskólanám. Viðbótarnámið er fyrir þá sem lokið hafa félagsliðanámi.  

Borgarholtsskóli býður upp á viðbótarnám félagsliða og greiðir Starfsmennt námið fyrir aðildarfélaga sína.

Námið er alls 60 feiningar og skiptist í 11 áfanga sem eru kenndir í dreifnámi hjá Borgarholtsskóla. Í dreifnámi fer námið að stærstum hluta fram á netinu, með vikulegum umræðutímum, klukkutíma í senn í hverju fagi ásamt þrem staðbundnum lotum á önn þar sem kennsla fer fram í Borgarholtsskóla.

 Nánari upplýsingar um námsskipulag er að finna á vef Borgarholtsskóla.

Rafrænt umsóknareyðublað fyrir brúarnám og viðbótarnám.

Námið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar um námið veitir Þórkatla Þórisdóttir kennslustjóri þjónustubrauta í síma 856-1718 eða í gegnum netfangið thorkatla(at)bhs.is.