Starfsmennt logo

Félagsmála- og tómstundabraut

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Félagsmála- og tómstundabraut

Dreifnám

Borgarholtsskóli býður upp á brúarnám á félagsmála- og tómstundabraut og greiðir Starfsmennt námið fyrir aðildarfélaga sína.

Félagsmála- og tómstundanám er góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við, skipuleggja eða stjórna frístundastarfi hjá öllum aldurshópum.  Starfsvettvangur þeirra sem ljúka félags- og tómstundanámi er einkum félagsmiðstöðvar, íþrótta- og æskulýðsfélög og önnur félagasamtök.

Brúarnám miðast við að umsækjandi sé að lágmarki 22 ára og hafi 3ja ára starfsreynslu og ca. 200-240 stunda starfstengd námskeið. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni. Þeir sem ekki hafa 3 ára starfsreynslu þurfa að fara í starfsnám og þeir sem ekki hafa námskeið þurfa að taka fleiri einingar til að útskrifast af brúnni.

Skipulag/áfangalýsingar.

Umsóknir þurfa að berast Borgarholtsskóla á rafrænu eyðublaði.

Námið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar að kostnaðarlausu.