Námskeið fyrir forstöðumenn, stjórnendur og mannauðsstjóra hjá hinu opinbera

Námskeiðin fjalla um starfsmannarétt, eins og hann snýr að starfsmönnum ríkisins og ríkinu sem vinnuveitanda. Þegar fjalla þarf um réttarstöðu starfsmanna hins opinbera koma, auk almennra lagaákvæða um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, einnig til athugunar stjórnsýslulög, upplýsingalög, ákvæði stjórnarskrárinnar og ýmsar ólögfestar reglur stjórnsýsluréttarins. 

Fjallað verður um upphaf starfsins, málsmeðferð við veitingu embætta og starfa og hverra sjónarmiða veitingarvaldshafi ber að gæta við val á starfsmanni. Sérstaklega verður fjallað um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, en þ.á.m. er tjáningarfrelsi og þagnarskylda, hlýðni- og trúnaðarskylda, réttur til launa og lífeyrisréttindi. 

Einnig verður fjallað um þau atvik og úrræði, er snerta breytingar á störfum, tilflutning, niðurlagningu starfs, o.fl. Þá verður fjallað um starfslok starfsmanna ríkis og mismunandi málsmeðferðarreglur, eftir því hvaða ástæður liggja þeim til grundvallar.

Starfsmannaréttur, stjórnunarréttur og starfsskyldur

1. Almennt um opinberan starfsmannarétt
2. Upphaf starfs
3. Starfslok
4. Stjórnunarréttur vinnuveitanda
5. Réttindi ríkisstarfsmanna
6. Starfsskyldur ríkisstarfsmanna


Allt nám Starfsmenntar er án endurgjalds fyrir aðildarfélaga okkar.