Starfsmennt logo

Heilbrigðisritarar

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Heilbrigðisritarar - Brúarnám hjá FÁ

Dreifnám og dagskóli

Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á brúarnám fyrir verðandi heilbrigðisritara og greiðir Starfsmennt námið fyrir aðildarfélaga sína. Brúin felur í sér mat á fyrra námi /símenntun og starfsreynslu sem styttir námsbraut heilbrigðisritara á grundvelli eftirfarandi skilyrða:

  • Nemandi hafi náð 22 ára aldri. 
  • Nemandi hafi að minnsta kosti fjögurra ára starfsreynslu sem heilbrigðisritari (eða hjúkrunar- og móttökuritari). 
  • Nemandi hafi lokið 160 tíma sérhæfðri fræðslu sem nýtist í starfi eða starfstengdum námskeiðum stéttarfélaga eða stofnunar. 

Að námi loknu öðlast þátttakendur fullgildi réttindi sem heilbrigðisritarar.

Brúin er í boði í dagskóla og fjarnámi fyrir þá sem uppfylla skilyrðin. 

Umsóknir sendist til Fjölbrautaskólans við Ármúla, Ármúla 12, 108 Reykjavík. 

Ath! Vinsamlega látið fylgiskjöl fylgja umsókn ásamt upplýsingum um stéttarfélagsaðild.

Nánari upplýsingar um námið veitir Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri, netfang run(hjá)fa.is.

Fræðslusetrið Starfsmennt greiðir innritunar- og einingagjöld fyrir aðildarfélaga sína og aðildarfélaga Sveitamenntar og Ríkismenntar.  

Hér má sjá yfirlit yfir námið og námskrá fyrir heilbrigðisritarabraut.