Starfsmennt logo

Læknaritarar við FÁ

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Læknaritarabraut hjá FÁ

Læknaritaranám er viðurkennt starfsnám sem lýkur með prófi í læknaritun, sem felur einnig í sér viðbótarnám til stúdentsprófs af þeirri braut. 

Frá og með hausti 2019 verður þessi braut við FÁ einungis í boði fyrir þá sem þegar hafa hafið námið en ekki lokið því. Nýjum námsmönnum er bent á fagháskólanám í heilbrigðisgagnafræði við Háskóla Íslands.

Umsóknir sendist til Fjölbrautaskólans við Ármúla, Ármúla 12, 108 Reykjavík.
Ath! Vinsamlega látið fylgiskjöl fylgja umsókn ásamt upplýsingum um stéttarfélagsaðild.

Nánari upplýsingar um námið veitir Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri, netfang run(hjá)fa.is.

Fræðslusetrið Starfsmennt greiðir innritunar- og einingagjöld fyrir aðildarfélaga sína og aðildarfélaga Sveitamenntar og Ríkismenntar.