Starfsmennt logo

Opinber stjórnsýsla, fagháskólanám við Háskólann á Bifröst

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Opinber stjórnsýsla, fagháskólanám við Háskólann á Bifröst

Haustið 2018 er í fyrsta sinn boðið upp á nýtt nám í opinberri stjórnsýslu á fagháskólastigi þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt og Háskólanum á Bifröst í samvinnu við SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Verkefnið er liður í úrvinnslu bókunar með kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra um að fjölga menntunar- og starfsþróunarúrræðum fyrir ríkisstarfsmenn.

Markmið námsins er að nemendur kynnist lagaumhverfi ríkisins og stofnana þess, öðlist skilning á pólitísku gangverki ríkisvaldsins og fái hagnýta þjálfun í margvíslegri rekstrarfærni.

Námið er fullgilt 60 ECTS eininga diplómanám á háskólastigi og nýtast námsþættirnir opinberum starfsmönnum til að dýpka skilning sinn á samhengi opinbers rekstrar og öðlast nauðsynlega innsýn í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Diplómanámið getur nýst þátttakendum sem valgrein inn í annað háskólanám á BA/BS stigi. Inntökuskilyrðin eru þau sömu og í almennt grunnnám á háskólastigi þ.e. stúdentspróf eða ígildi þess. 

Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar!