Starfsmennt logo

Stuðningsfulltrúar í framhaldsskólum

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Stuðningsfulltrúar í skólum - Nám í Borgarholtsskóla

Stuðningsfulltrúar - brúarnám í dreifnámi

Borgarholtsskóli býður upp á brúarnám fyrir stuðningsfulltrúa í skólum í samstarfi við Borgarholtsskóla og greiðir Starfsmennt námið fyrir stuðningsfulltrúa í framhaldsskólum. Brúin felur í sér mat á námi á grundvelli eftirfarandi skilyrða: 

  • Að nemandi hafi náð 22 ára aldri.
  • Að nemandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu*.
  • Að nemandi hafi lokið starfstengdum námskeiðum ca. 200-240 stundir*.

* Brúarnám miðast við 3ja ára starfsreynslu og ca. 200-240 stunda starfstengd námskeið. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni. Þeir sem ekki hafa 3 ára starfsreynslu þurfa að fara í starfsnám og þeir sem ekki hafa námskeið þurfa að taka fleiri einingar til að útskrifast af brúnni.

Nám fyrir stuðningsfulltrúa í skólum styrkir fagvitund og áhersla er lögð á uppeldisfræði, fötlunarfræði, sálfræði, samskipti og listsköpun. Stuðningsfulltrúar starfa við hlið annars fagfólks að umönnun, uppeldi og menntun barna og ungmenna með sérþarfir.

Skipulag/áfangalýsingar

Rafrænt umsóknareyðublað fyrir brúarnám og viðbótarnám.

Námið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar um námið veitir Þórkatla Þórisdóttir kennslustjóri þjónustubrauta í síma 856-1718 eða í gegnum netfangið thorkatla(at)bhs.is.