Starfsmennt logo

Viðskipta- og fjármálagreinanám

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Viðskipta- og fjármálagreinanám

Fræðslusetrið Starfsmennt býður upp á viðskipta- og fjármálagreinanám í samvinnu við Menntaskólann í Kópavogi.

Námið er staðbundið, hefst í lok ágúst og tekur þrjár annir og einn námsþátturinn á seinustu önninni er vinnustaðanám sem veitir nemendum tækifæri til að tengja námið starfi. 

Hagnýt viðskipta- og fjármálagreinabraut er þriggja anna braut þar sem aðaláhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Í lok námsins fá nemendur diploma sem rekstrarfulltrúar.

1. ÖNN
2. ÖNN
3. ÖNN
ENSKA
ENSKA
VINNUSTAÐANÁM
STÆRÐFRÆÐI
STÆRÐFRÆÐI
SKATTSKIL
ÍSLENSKA
ÍSLENSKA
LAUNABÓKHALD
Markaðsfr/þjón
TÖLVUR
UPPLÝSINGATÆKNI
TÖLVUR
TÖLVUBÓKHALD
REKSTRARHAGFRÆÐI
BÓKFÆRSLA
BÓKFÆRSLA
REIKNINGSHALD
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR



FEIN. ALLS 31
FEIN. ALLS 31
FEIN. ALLS 31

 

Kennt er frá klukkan 8:20 – 14:40. Kennsla hefst í ágúst 2018 og er innritun hafin. Nánari upplýsingar veitir Inga Karlsdóttir, fagstjóri í inga.karlsdottir@mk.is eða í 5944000/8244114.

Að loknu námi á hagnýtri viðskipta- og fjármálagreinabraut opnast frekari námsleiðir en þar skiptir aldur og fyrri reynsla einnig máli. Sem dæmi um námsleiðir má nefna nám til viðurkenningar bókara. Þær einingar sem nemendur taka eru hluti af námi á viðskipta- og hagfræðibrautum og nám í verslun og þjónustu gæti verið valkostur.

Umsóknareyðublað má finna hér og sendist til Menntaskólans í Kópavogi.

Námið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar að kostnaðarlausu.