Starfsmennt logo

Viðurkenndur bókari

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Viðurkenndur bókari - Nám hjá EHÍ, HR, Promennt og NTV

Starfsmennt býður félagsmönnum sínum að greiða fyrir nám til undirbúnings fyrir próf til viðurkenningar bókara á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Námið er í samstarfi við Opna háskólann í HR, Promennt, NTV og Endurmenntun HÍ og greiðir Starfsmennt innritunar- og einingagjöld. Nemendur greiða próftökugjald sjálfir. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér kennslufyrirkomulagið áður en þeir velja sér skóla.

Starfsmennt greiðir einnig fyrir Grunnnám í reikningshaldi og Grunnnám í bókhaldi fyrir þá sem þurfa á því að halda.

Endurmenntun Háskóla Íslands

Námið er einkum ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á starfi á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana. 

Mælt er með því að umsækjendur hafi starfað við bókhald og hafi haldgóða þekkingu og reynslu af bókhaldsstörfum og Excel töflureikni.

Opni háskólinn í HR

Mælt er með því að umsækjendur hafi unnið við bókhald í amk 2-3 ár og hafi á þeim tíma sinnt margvíslegum og krefjandi bókhaldsstörfum.
 Góð reynsla og þekking á Excel, bókhaldi, reikningshaldi og skattalegum atriðum er nauðsynleg.
Námið er eitt misseri og skiptist í þrjá hluta: Reikningshald, skattskil og upplýsingatækni.

Promennt

Um er að ræða mjög gagnlegt og áhugavert nám sem gerir miklar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og hafa áhuga á að ná frama á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana og styrkja kunnáttu sína. Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu, hafa reynslu af bókhaldsstörfum og/eða lokið grunnnámi í bókhaldi (Bókhald grunnur og Bókaranám fyrir lengra komna).

Aðeins er greitt fyrir 5. hluta (Viðurkenndur bókari).

NTV

Kenndar eru þær viðbætur sem nemendur úr Bókaranámi framhald þurfa til að geta tekið þau þrjú próf sem gefa gráðuna „Viðurkenndur bókari“. Þessi próf eru haldin á haustin á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsverði okkar. Mjög mikilvægt er að nemendur nýti vel sumarið í lestur og sjálfsnám.

Aðeins er greitt fyrir þriðja námskeiðið (Að viðurkenndum bókara). Athygli er vakin á því að ætlast er til að nemendur séu með eigin fartölvur í þessum hluta námsins.

Umsækendur sækja bæði um hjá Starfsmennt og hjá viðkomandi skóla.
Starfsmennt greiðir námið aðeins einu sinni fyrir hvern aðildarfélaga.
Nemendur greiða prófgjöld sjálfir.


Viðurkenndur bókari - Promennt - Fjarkennsla í beinni

Viðurkenndur bókari - Promennt - Fjarkennsla í beinni

Stund05. ágú. 2020

5. ágúst - 28. nóvember 2020.

Setja í dagatal
Viðurkenndur bókari - Promennt - Fjarkennsla í beinni

Staðsetning05. ágú. 2020

Promennt, Skeifan 11b, 108 Reyjavík.

Viðurkenndur bókari - Promennt - Fjarkennsla í beinni

Viðurkenndur bókari - Promennt - Fjarkennsla í beinni05. ágú. 2020

Námsbrautin er öflugt nám fyrir þá sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og stefna á próf til viðurkennds bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Skráning/Skoða nánar

Viðurkenndur bókari - Promennt - Staðarnám

Viðurkenndur bókari - Promennt - Staðarnám

Stund05. ágú. 2020

5. ágúst - 28. nóvember 2020.

Setja í dagatal
Viðurkenndur bókari - Promennt - Staðarnám

Staðsetning05. ágú. 2020

Promennt, Skeifan 11b, 108 Reyjavík.

Viðurkenndur bókari - Promennt - Staðarnám

Viðurkenndur bókari - Promennt - Staðarnám05. ágú. 2020

Námsbrautin er öflugt nám fyrir þá sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og stefna á próf til viðurkennds bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Skráning/Skoða nánar

Viðurkenndur bókari - Opni háskólinn í HR - Fjarnám

Viðurkenndur bókari - Opni háskólinn í HR - Fjarnám

Markhópur11. ágú. 2020

Námið er einkum ætlað starfsfólki bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi bókurum.

Viðurkenndur bókari - Opni háskólinn í HR - Fjarnám

Staðsetning11. ágú. 2020

Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Viðurkenndur bókari - Opni háskólinn í HR - Fjarnám

Viðurkenndur bókari - Opni háskólinn í HR - Fjarnám11. ágú. 2020

Undirbúningsnám á háskólastigi. Námið undirbýr nemendur fyrir próf á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Skráning/Skoða nánar

Viðurkenndur bókari - NTV

Viðurkenndur bókari - NTV

Stund15. ágú. 2020

15. ágúst 2020.

Setja í dagatal
Viðurkenndur bókari - NTV

Markhópur15. ágú. 2020

Námið er ætlað starfsfólki bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi bókurum. Eingöngu fyrir félagsmenn.

Viðurkenndur bókari - NTV

Staðsetning15. ágú. 2020

NTV (Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn) Hlíðasmára 9, 201 Kópavogi.

Viðurkenndur bókari - NTV

Viðurkenndur bókari - NTV15. ágú. 2020

Námsbrautin er öflugt nám fyrir þá sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og stefna á próf til viðurkennds bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Skráning/Skoða nánar

Undirbúningsnám -Viðurkenndur bókari - Endurmenntun Háskóla Íslands

Undirbúningsnám -Viðurkenndur bókari - Endurmenntun Háskóla Íslands

Markhópur17. ágú. 2020

Námið er einkum ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á starfi á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana.

Undirbúningsnám -Viðurkenndur bókari - Endurmenntun Háskóla Íslands

Staðsetning17. ágú. 2020

Endurmenntun Háskóla Ísslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

Undirbúningsnám -Viðurkenndur bókari - Endurmenntun Háskóla Íslands

Undirbúningsnám -Viðurkenndur bókari - Endurmenntun Háskóla Íslands17. ágú. 2020

Undirbúningsnám á háskólastigi. Námið undirbýr nemendur fyrir próf á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Skráning/Skoða nánar