Nám stofnana

Nám stofnana eru sérsniðnar námsleiðir og stutt námskeið sem haldin eru í samstarfi við stofnanir. 

Þarfir stofnana eru ólíkar og við bjóðum því upp á sérsniðið nám fyrir hvern hóp. Við þróun þess vinnum við náið með starfsmönnum og stjórnendum og förum í ítarlega þarfagreiningu þar sem fræðsluþörf er metin í samræmi við stefnu og framtíðarsýn stofnana. Lagt er upp með að námsleiðirnar séu rauður þráður í öllu fræðslustarfi þeirra. Stýrihópar, skipaðir fulltrúum okkar, starfsmanna og stjórnenda ræður svo hraða, framboði og fyrirkomulagi námsins. Hópurinn getur einnig breytt áherslum og inntaki þess í takt við breytingar á starfsumhverfi. Með þessu er tryggt að námið nýtist sem skildi og það verði ekki úrelt þó einhverjar breytingar séu gerðar á starfinu. 

Allir sem sækja nám utan heimabyggðar sinnar geta sótt um ferða- og dvalarstyrki.

Smelltu á merki stofnunar hér að neðan til að skrá þig á námskeið og sjá hvað er í gangi hverju sinni.  

Hafa samband