Starfsmennt logo

Tollstjóri

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

SKIL - Námsleið fyrir starfsfólk á innheimtusviði Tollstjóra

Fræðslusetrið Starfsmennt hefur hafið samstarf við Tollstjóra um símenntun félagsmanna aðildarfélaga setursins. Námskeið sem varða starfsvettvanginn verða sett upp en heildstæð námsleið hefur verið gerð þar sem tillit var tekið til starfsþróunar.

Námsleiðin var hönnuð af hópi starfsmanna útfrá þarfagreiningu sem gerð var meðal starfsmanna. Markmiðið með námsleiðinni er að auka hæfni og bæta frammistöðu starfsmanna, auka sjálfsöryggi og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu embættisins við viðskiptavini og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Námsleiðin hlaut nafnið SKIL, en markmið með starfsemi Tollstjóra er að gjaldendur séu í skilum með opinber gjöld. Orðið SKIL felur einnig í sér upphafsstafi í markmiðum námsins, Starfsþróun, Kunnátta, Innsýn, Leikni.

Námskrá

Starfsmenn eru einnig hvattir til að nýta sér fjölbreytt framboð þverfaglegra námskeiða og fjarkennt tölvunám, námið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar!