Nám um kjör og velferð

Starfsmennt tekur þátt í samstarfsverkefnum sem styðja við kjarasamninga viðsemjenda á vinnumarkaði og er ætlað að stuðla að bættri velferð og betri vinnustöðum. Í okkar huga er menntun velferðarmál og við erum svo heppin að hafa fengið að vista eða halda utan um fjölbreytt verkefni sem teygja anga sína víða og fara oft þvert á kerfi, stofnanir, fyrirtæki og félög.

Um er að ræða fræðslu- og stuðningsverkefni sem styðja við framkvæmd kjarasamninga og ýmissa velferðar- og réttlætismála. Þessi verkefni geta verið námskeið, tenglslanet og aðgangur að námsefni, úrræðum og ráðgjöf. Þau er ætluð starfsmönnum og stjórnendum og varða t.d. launjafnrétti, félagafræðslu, vinnumarkaðsmál  og stjórnendaþjálfun. Ýmsir fræðslu-, mannauðs- og þróunarsjóðir taka þátt í þessum verkefnum til að standa straum af kostnaði sinna félagsmanna.

Þeir sem þurfa að sækja nám utan heimabyggðar sinnar geta sótt um ferða- og dvalarstyrk

Smelltu á kassana hér að neðan til að skrá þig á og skoða námskeið í hverjum efnisflokki fyrir sig. 

 

Hafa samband