Starfsmennt logo

Launaskólinn

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Launaskólinn - Námsleið fyrir launafulltrúa og þá sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá ríki og sveitarfélögum

Launaskólinn er nám fyrir launafulltrúa og þá sem koma að starfsmanna- og kjaramálum hjá ríki og bæ. Það hentar einnig stjórnendum sem vilja efla þekkingu sína á þessu sviði. Námið var hannað í samstarfi fjármálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á vettvangi Fræðslusetursins Starfsmenntar. 

Starf launafulltrúans krefst mikillar þekkingar á inntaki kjarasamninga og yfirgripsmiklu regluverki opinbera vinnumarkaðarins. Launafulltrúar gegna ábyrgðarmiklu starfi þar sem lítið má út af bregða vegna hagsmuna launþega um að afgreiðsla launa og ávinnsla réttinda sé framkvæmd á réttan hátt. Því er mikilvægt að þeir sem vinna við launavinnslu og á starfsmannadeildum þekki sem best umhverfið og lagarammann og hafi vettvang til að deila vinnulagi og ræða verkferla og túlkanir ákvæða. Nám fyrir launafulltrúa svarar aðkallandi fræðsluþörf fyrir grunnmenntun á þessu sviði þar sem sérfræðiþekking þátttakenda er efld en hingað til hefur þjálfunin að mestu farið fram á vinnustað.  

Námsleiðin er alls 140 klukkustundir og er því skipt upp í 6 þemu. Hvert þema samanstendur af nokkrum sjálfstæðum námskeiðum en þannig er komið til móts við mismunandi fræðsluþarfir reyndra starfsmanna. Þátttakendur eru þó hvattir til að taka öll námskeiðin. 

Námskráin var endurskoðuð 2018 og verður kennt samkvæmt nýrri námskrá frá febrúar 2019. 

Þema I - Opinber vinnumarkaður, ráðning, starfslok og starfsskyldur
Þema II - Vinnutími og afgreiðsla launa
Þema III - Fjarvera frá vinnu - launaðar og ólaunaðar fjarvistir
Þema IV - Mannauður og starfsþróun
Þema V - Meðferð persónuupplýsinga og skjalastjórnun
Þema VI - Hlutverk og hæfni launafulltrúans

Launaskólinn- námskrá.


Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar!