Starfsmennt logo

Vaktavinna og lýðheilsa

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Vaktavinna og lýðheilsa

Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námsleiðina Vaktavinna og lýðheilsa. Námið er ætlað stjórnendum sem skipuleggja vaktir og starfsfólki sem gengur vaktir. Þar sem álitamálin eru mörg er gert ráð fyrir að starfsmenn og stjórnendur sitji sömu námskeið, til að kynnast ólíkum sjónarmiðum og auka gagnkvæman skilning. Aðilar á vinnumarkaði vilja með þessu námi tryggja að þeir stjórnendur sem skipuleggja vinnu á vöktum og starfsmenn sem ganga vaktir eigi þess kost að sækja námskeið í gerð vaktskráa sem taka mið af líkamsklukku og heilsuvernd.

Um er að ræða þrár námslotur og þarf að ljúka fyrstu námslotu til að geta tekið námslotu tvö og svo framvegis. 

Á höfuðborgarsvæðinu verða haldin eftirtalin námskeið á vorönn 2017:

Smelltu á nafn hverrar lotu til að skrá þig og fá nánari upplýsingar. 

1. Lýðheilsa og vaktir, 30. og 31. janúar 2017.  
2. Umgjörð kjarasamninga, 6. febrúar 2017.  
3. Vaktavinnufyrirkomulag og vinnumenning, 13. og 14. febrúar 2017.  

Fjarnám er í boði fyrir þá sem ekki geta sótt námskeiðin til Reykjavíkur.  Fyrirlestrar eru teknir upp og verða  aðgengilegir á Mínum síðum hér á vefnum. Þar geta skráðir þátttakendur hlustað á fyrirlestrana þegar þeim hentar. 

Vaktavinna og lýðheilsa - námskrá. Þar sem um tilraunaútgáfu er að ræða mun námskráin verða endurskoðuð eftir eitt ár í kennslu.  

Vaktavinna og lýðheilsa - auglýsing

Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar. 
Flestir fræðslu- og mannauðssjóðir aðila á opinberum og almennum vinnumarkaði endurgreiða námskeiðsgjöld eftir sínum úthlutunarreglum. Kannaðu þinn rétt.

Allt nám Starfsmenntar er án endurgjalds fyrir aðildarfélaga okkar.