Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar - Fjarnámskeið

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 28. maí 2020
 • 3 klst.
 • Án kostnaðar
 • Ætlað öllum sem vilja láta taka alvarlega texta sem frá þeim fara.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Margir þurfa að senda tölvupóst eða skrifa stutta athugasemd í vefkerfi. Aðrir þurfa að taka saman greinargerð eða semja fréttatilkynningu. Texti verður til og lesandi þarf að taka hann trúanlegan. 

Gríðarleg aukning hefur orðið í framleiðslu texta á undanförnum áratugum. Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Farið verður í nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Formlega texta: Markmið og einkenni.
 • Stíl sem hæfir efni og ýmis álitamál sem upp koma.
 • Rétt mál og rangt, gott mál og vont.
 • Tölvupósta, innri vefi, heimasíður og fréttabréf.


Markmið

 • Að auka þekkingu á helstu hjálpargögnum, bæði prentuðum og rafrænum.
 • Að læra aðferðir til þess að bæta ritun í smáu og stóru.
 • Að auka öryggi við ritun texta.
 • Að kynnast þátttakendum á námskeiði sem eru í svipuðum sporum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
28.05.2020Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textarSigurður Konráðsson, prófessor í íslensku.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Slóð námskeiðsins verður send á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.


Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

smennt(at)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

FJARNÁMSKEIÐ
Fimmtudaginn 28. maí frá kl. 13:00-16:00.

Umsjón

Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.
Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 
Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

Mat

Þátttaka.