Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Vaktavinna og lýðheilsa 1 - Lýðheilsa og vaktir

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 01. febrúar 2016
 • 12 klst.
 • 24.200 kr.
 • Námið er ætlað stjórnendum sem skipuleggja vaktir og starfsfólki sem gengur vaktir.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Viðfangsefnin námslotu 1 eru:

Vaktavinna og lífsgæði, 4 klst.
Tengsl vaktavinnu og heilsu, 3 klst.
Svefn og endurheimt, 2 klst.
Streita og bjargráð, 3 klst.


Fjallað er um vaktavinnustarfið sem meðvitað starfsval einstaklingsins og gerð grein fyrir vaxandi hlutdeild vaktavinnustarfa í samfélaginu. Lögð er áhersla á að með heilsusamlegum lífsstíl megi sniðganga neikvæðar afleiðingar og nýta betur kosti vaktavinnufyrirkomulags. Farið er yfir hugtök eins og lýðheilsa, sjálfsstjórn, ábyrgð, vitundarvakning, streitustjórnun, heilsuhegðun og samspil atvinnu og einkalífs. Skoðað er hvernig huga megi að mataræði, hreyfingu, lýsingu, aðbúnaði og starfsháttum til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum vöku og vaktavinnu. Að lokum verða tekin fyrir áhrif streitu á lífsgæði og heilsu með áherslu á langtímastreitu. Hugtakið streita verður skilgreint og skoðað út frá ýmsum þáttum s.s. andlegum-, félagslegum-, líkamlegum- og umhverfisþáttum.
Námslota1er samtals 12 klukkustundir.

Helstu efnisþættir:
 • Heilsuhegðun.
 • Hugmyndafræði mismunandi vaktakerfa.
 • Samspil atvinnu og einkalífs.
 • Vinnuvernd og stuðningur.
 • Lífeðlisfræðilegar afleiðingar s.s. á hjarta, æðakerfi, stoðkerfi og efnaskipti.
 • Andlega heilsa og áhrif á geðheilsu.
 • Athygli/hugræn geta og þreyta/langar vaktir.
 • Svefn og svefnraskanir.
 • Dægursveifla og líkamsklukka.
 • Hvíld og endurheimt.
 • Svefn og kyn/aldur/kynslóðir.
 • Þreyta og síþreyta.
 • Álag.
 • Kulnun.
 • Bjargráð og inngrip.

Nauðsynlegt er að ljúka námslotu 1 áður en námslota 2, Umgjörð kjarasamninga er tekin.

Flestir fræðslu- og mannauðssjóðir aðila á opinberum og almennum vinnumarkaði endurgreiða námskeiðsgjöld eftir sínum úthlutunarreglum. Kannaðu þinn rétt.

Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar.

Lýðheilsa og vaktir - námskrá

Að vaka og vinna og vernda heilsuna - auglýsingMarkmið

 • Að þekkja áhrif á vaktavinnu á lífsgæði og heilsu.
 • Að átta sig á mikilvægi forvarna þar sem gengnar eru vaktir og þekkja helstu forvarnarleiðir.
 • Að skoða hvernig heilsusamlegur lífsstíll getur komið í veg fyrir neikvæðar afleiðingar vaktafyrirkomulags.
 • Að átta sig á mikilvæði svefns fyrir almenna vellíðan og tengslum svefns og svefnraskana við óreglulegan vinnutíma.
 • Að þekkja til áhrifa vaktavinnu á breytur eins og kyn, félagslega stöðu, aldur og mismunandi lífshlutverk.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
01.02.2016Vaktavinna og lífsgæði10:0014:30Ásta Snorradóttir
01.02.2016Svefn og endurheimt 14:4016:40Lára Guðrún Sigurðardóttir
02.02.2016Tengsl vaktavinnu og heilsu09:0012:00Lára Guðrún Sigurðardóttir
02.02.2016Streita og bjargráð12:3015:30Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir.

Sólborg Alda Pétursdóttir.

solborg(hjá) smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Grettisgata 89, 105 Reykjavík.
1. febrúar er kennt frá 10:00 - 16:40. 2. febrúar er kennt frá 9:00 - 15:30.

Umsjón

Ásta Snorradóttir sérfræðingur og rannsakandi í vinnuvernd hjá Vinnueftirliti ríkisins, Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Ása Ásgeirsdóttir, endurhæfingarráðgjafi og viðskiptafræðingur með áherslu á mannauðsmál.

Samstarfsaðilar

ASÍ, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga.

Gott að vita

Hádegismatur verður á staðnum og er innifalinn í verði námskeiðsins.

Mat

Til þess að útskrifast af námskeiði þarf a.m.k. 90% mætingu og virka þátttöku í tímum.

Ummæli

Fagmennska fram í fingurgóma á þessu námskeiði.